Frá 31 þús.

Laxá í Laxárdal

Veiðisvæðið er í um klst. akstri frá Akureyri og um 20 mínútna akstri frá Húsavík. Þeir sem heimsækja veiðisvæðið í Laxárdalnum geta átt von á að veiða stærri urriða en víðast hvar annars staðar. Rúmlega 70% veiðinnar undanfarin ár hefur verið fiskur sem er lengri en 50 sm og heil 20% aflans í Laxárdal er meira en 60 sm langur urriði. Veiðimenn eru vel utan alfaraleiðar og eru því út af fyrir sig í mögnuðu umhverfi Laxárdalsins. Óhætt er að fullyrða að veiðisvæðið í Laxárdalnum er einstakt í sinni röð; umhverfið, vatnið og veiðin skapa órofa heild sem lætur engan ósnortinn. Hér finna menn sig vel hvort sem notaðar eru púpur, straumflugur eða þurrflugur.

Norðurland, Mývatnssveit
31.05 - 25.08
Stangir: 10
Agn: fluga
Kvóti: öllum fiski sleppt
20 manns í þjónustu
Gisting
Full þjónusta
Bóka núna!

Leiðarlýsingin að veiðihúsinu endar á Staðarbraut við gatnamótin að Laxárdalsveg, malarvegi sem liggur að veiðihúsinu. Keyrt er tæpa 6 km eftir malarveginum þar til komið er að gatnamótum og beygt til vinstri á stuttan vegarkafla sem liggur að brú yfir ána. Eftir brúna eru keyrðir um 400 metrar þá sést veiðihúsið Rauðhólar á vinstri hönd. Google er ekki með Laxárdalsveg, malarveginn skráðann.

Laxá í Laxárdal

Veiðisvæðið - veiðin

Í Laxárdal eru stærri fiskar en víða annars staðar á Íslandi og sé svæðið borið saman við Mývatnssveit þá veiðast færri en stærri fiskar í Laxárdal. Aðgengi er gott í Laxárdal og þar er hægt að keyra að flestum veiðistöðum og frekar einfalt er að vaða á flestum stöðum. Á svæðinu veiddust 702 urriðar sumarið 2018 og var það tæplega 10% aukning á veiði frá því 2017.

Veiðisvæðið nær yfir meirihluta Laxárdals eða frá veiðimörkum neðst á veiðisvæði Laxár í Mývatnssveit, frá og með Ljótsstaðabakka og niður undir Laxárvirkjun.

Veiðihús

Rauðhólar

+354 4643211

info@rivernorth.is

Gisting fyrir 31 manns í þjónustu. Þrettán tveggja manna herbergi og 5 eins manns með sameiginlegu baði og sturtuaðstöðu.

Gott aðgengi og eitt svefnherbergi ætlað fötluðum.

Fólksbílafært að veiðihúsinu