Frá 20 þús

Gufudalsá

Gufudalsá er gjöful bleikjuveiðiá tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Þarna hafa ungir veiðimenn oft á tíðum stigið sín fyrstu skref í veiðimennsku. Sjógengin bleikja veiðist bæði í ánni og vatninu, mest í kringum eitt pund, en einnig bleikjur allt að fjögur pund. Nokkrir tugir laxa hafa veiðst síðustu árin. Mest veiðist á flugu. Aðgengi að veiðistöðum er gott og gott veiðihús er við ána. Töluvert af veiðinni kemur á land úr Gufudalsvatni en mikilvægt er að það gári aðeins ef fiskur á að taka.

Vestfirðir, Gufudalur
Veiðitímabil: 04.07 - 05.09
Stangir: 4
Agn: Fluga, maðkur og spónn
Kvóti: Hófsemi
8 manns í sjálfsmennsku
Bóka núna

Veiðisvæðin - Veiðin

Í ánni er aðallega sjóbleikja, hún er oftast í kringum 1-2 pund og er frábær matfiskur. Þegar líður á tímabilið gengur lax upp ánna og veiðast alltaf þónokkrir á hverju ári.

Í ánni eru 25 skráðir veiðistaðir og er aðgengi afar gott að þeim flestum. Sjóbleikjan er óútreiknanlegur fiskur og getur hún legið á ótrúlegustu stöðum, Þá mælum við með að veiðimenn rölti á milli veiðistaða og kasta á alla álitslega staði.

Ársskýrslur