Frá 31 ÞÚS.
Gufudalsá
Gufudalsá er gjöful bleikjuveiðiá tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Þarna hafa ungir veiðimenn oft á tíðum stigið sín fyrstu skref í veiðimennsku. Sjógengin bleikja veiðist bæði í ánni og vatninu, mest í kringum eitt pund, en einnig bleikjur allt að fjögur pund. Nokkrir tugir laxa hafa veiðst síðustu árin. Mest veiðist á flugu. Aðgengi að veiðistöðum er gott og gott veiðihús er við ána. Töluvert af veiðinni kemur á land úr Gufudalsvatni en mikilvægt er að það gári aðeins ef fiskur á að taka.
								
								Vestfirðir, Gufudalur							
													
								
								Veiðitímabil: 02.07 - 05.09							
													
								
								Stangir: 4 - seldar saman							
													
								
								Agn: Fluga, maðkur og spónn							
													
								
								Kvóti: Hófsemi							
													
								
								8 manns í sjálfsmennsku							
											 
													 
  
			


