Frá 23 þús

Flókadalsá efri

Efri Flókadalsá í Fljótum hefur nú bæst við flóru þeirra vatnasvæða sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður upp á. Þetta frábæra sjóbleikjusvæði er 3ja stanga svæði og hefur veiðin þar síðastliðin ár verið mjög góð. Sjóbleikja veiðist nær eingöngu á svæðinu, þó svo að lax og urriði slæðist líka upp á vatnasvæðið. Svæðið nær frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu, en umhverfi hennar þykir friðsælt og er áin nokkuð vatnsmikil. Kvóti er 8 bleikjur á vakt pr stöng en urriði er fyrir utan kvótann. Mesta veiði á öllu vatnasvæðinu var 2004 en þá veiddust 2.874 bleikjur. Síðastliðin ár hefur veiðin verið ágæt á þær 3 stangir sem veiða í efri ánni og hefur meðalveiðin 2018-2020 verið 924 sjóbleikju.

Norðurl. vestra, Skagafjörður
Veiðitímabil: 22.06 - 14.09
Stangir: 3
Agn: Fluga og maðkur
Kvóti: 8 á vakt
6 manns í sjálfsmennsku
Bóka núna