Frá 5 þús.

Brúará í landi Sels

Brúará er þekkt sem ein besta silungsveiðiá á Íslandi og hafa margir veiðimenn góðar minningar við bakka hennar, Nú hefur svæðið í landi Sels bæst í flóru SVFR og verður gaman fyrir félagsmenn að kynnast þessu skemmtilega svæði. Aðgengi er að mestu afar þægilegt en það ber að varast að Brúará er afar vatnsmikil og straumhörð og þarf að nálgast hana með virðingu fyrir því.

Grímsnes, landi Sels.
01.04 - 24.09
Stangir: 4
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn
Kvóti: sjá síðu
Fjölskylduvænt
Gott fyrir byrjendur
Aðgengilegt
Bóka núna

 

Gisting

Engin gisting en hægt er að hafa samband við Sel Guesthouse varðandi gistingu og mat.

 

Tímabil

1. apríl - 24. september

 

 

Veiðin

Bleikja og urriði, 4 stangir, fluga, spúnn og maðkur. Kvóti er fjórir silungar á dag undir 50cm. Leyfilegt er að hirða einn smálax á stöng á dag.

 

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Brúará er önnur vatnsmesta bergvatnsá á landinu og er ein af bestu bleikjuveiðiám á landinu og á sitt pláss í hjörtum margra veiðimanna. Árum saman hafa verið seldar 8 stangir fyrir landi Sels en til að auka gæði og upplifun veiðimanna hefur verið ákveðið að fækka stöngunum í 4. Svæði Sels eru rúmir 5 kílómetrar og er enginn vegur meðfram ánni, einungis er leyfilegt að veiða á vesturbakkanum og mega veiðimenn leggja við upplýsingaskiltið eða niður á bílastæði við gamla brúarstólpann við Drekkingarhyl. Stranglega bannað er að aka utan vegar! Efri veiðimörk eru við Markalæk og þau neðri við læk sem rennur úr tjörn sem er fyrir neðan þjóðveg.

Gagnlegar upplýsingar


Brúará í landi Sels
Veiði hefst: 1. apríl
Veiði lýkur: 24. september
Veiðifyrirkomulag: Heill dagur
Veiðitími: 07:00 - 22:00
Mæting, tími: Frjáls
Gisting: Engin gisting en hægt er að hafa samband við Sel Guesthouse varðandi gistingu og mat.
Vinsælar flugur: Hinir ýmsu kúluhausar, þurrflugur og straumflugur
Stangarverð – Brúará í landi Sels
Félagsmenn fá 20% afslátt frá stangarverði
4 Stangir 1. apríl til 24. september
1. apríl - 24. september 6.250 kr./stöng
ATHUGIÐ!
Stangarverð er birt með fyrirvara um innsláttarvillur og breytingar.

Leiðsögn


Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur


Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr Brúará, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í rafræna veiðibók.

Sjá einnig almennar veiðireglur SVFR

Silungur
Tímabil: 1. apríl - 24. september
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn.
Kvóti: Fjórir silungar á dag undir 50cm. Leyfilegt er að hirða einn smálax á stöng á dag.
Svæði: Frá Markalæk að læk við tjarnir fyrir neðan Brú.