Velkomin(n) í skemmtilegt félagsstarf!
Stangaveiðifélag Reykjavíkur er frábært samfélag veiðimanna af öllum stærðum og gerðum þar sem áherslan er að hafa gagn og gaman í góðum félagsskap.
Stangaveiði er einstaklega fjölskylduvæn íþrótt og við erum stolt af því að bjóða upp á öflugt og fræðandi félagsstarf fyrir unga jafnt sem aldna ásamt fjölbreyttum og spennandi valkostum í veiði víðsvegar um landið.
Ávinningurinn af því að gerast félagi er margvíslegur:
-
- Þátttaka í skemmtilegu og uppbyggilegu félagsstarfi.
- Félagar fá 20% afslátt af öllum veiðileyfum og Veiðikortinu.
- Möguleiki á forgangsútlutun veiðileyfa í Elliðaánum og öðrum ársvæðum.
- Frí áskrift að Veiðimanninum sem kemur út tvisvar á ári, í júní og desember.
Félagsárið er frá 1. nóvember til 31. október og íslensk kennitala er skilyrði fyrir inngöngu.