Frá 68 ÞÚS.
Haukadalsá
Haukadalsá hefur verið kölluð hin fullkomna fluguveiðiá. Áin er um 7,5 km löng en þó með um 40 merkta veiðistaði þannig að hér tekur hver veiðistaðurinn við af öðrum.
Í Haukadalsá finnur þú langar stórgrýttar breiður með jöfnu rennsli, straumharða strengi og allt þar á milli. Áin er kjörin fyrir flotlínu og smáar flugur og gárubragðið. Aðgengi að ánni er auðvelt og sum svæðin í göngufæri frá húsinu. Í Haukunni eru fimm stangir sem skipta með sér jafn mörgum veiðisvæðum. Kvóti er einn lax á vakt og eftir það má veiða og sleppa. Skylt er að sleppa öllum laxi yfir 70 cm. Enginn kvóti er á silungsveiði.
Vesturland, Haukadalur
Veiðitímabil: 20.06 - 19.09
Stangir: 5 - seldar saman
Agn: fluga
Kvóti: 1 á vakt undir 70 cm
10 manns í sjálfsmennsku og þjónustu