Ungmennadagar 2025
Hér fer fram skráning á ungmennadaga Elliðaánna sem haldnir verða 6. júlí og 10. og 11. ágúst. Veiðin er fyrir félagsmenn, 18 ára og yngri, sem geta veitt sjálfir.
Við vekjum athygli á því að skráning tryggir ekki sjálfkrafa þátttöku. Ef aðsókn verður umfram þau pláss sem í boði eru komum við til með að draga úr umsóknum. Umsóknarfrestur er til miðnættis 10. júní.