Frá 8 þús.

Korpa efra svæði

Korpa / Úlfarsá er frábær á í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Áin er um 7 km löng og rennur í bugðum og sveigjum til vesturs og fellur til sjávar í Blikastaðakró. Við Vesturlandsveg skiptir áin stundum um nafn og heitir þar fyrir neðan Korpúlfsstaðaá eða Korpa. Korpa / Úlfarsá er yfirleitt 10-20 metra breið, tær og ekki straumþung. Mikil vinna hefur farið í að laga til og búa til veiðistaði. Þessar lagfæringar á ánni hafa gert hana enn aðgengilegri til fluguveiða.

Höfuðborgarsvæðið
Veiðitímabil: 01.07 - 31.08
Veiðitími er frá 07 - 13 og 15 - 21
Stangir: 1
Agn: fluga
Kvóti: öllum fiski sleppt
Ekkert hús
Bóka núna

Gisting

Engin gisting.

Tímabil

Frá 01. júlí til 31. ágúst.

Veiðin

Urriði, sjóbirtingur, lax. Ein stöng, aðeins veitt á flugu með flugustöng, og eingöngu veitt og sleppt.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Korpa / Úlfarsá
Umsjón og veiðivarsla

Korpa - Úlfarsá

+354 568 6050

svfr@svfr.is

Veiðisvæðin - veiðin

SVFR hefur nú tekið upp á þeirri nýbreytni að selja efra svæði Korpu sér.  Svæðið afmarkast af Lambhagavegi upp að ósi Hafravatns en ekki er heimilt að veiða neðan Lambhagavegs.

Ein stöng verður seld á svæðið og öllum fiski skal sleppt.

Mikið af urriða er á þessu svæði, alveg upp að vatni, en einnig er góð sjóbirtings og laxavon þegar líða fer á júlí.

Gagnlegar upplýsingar


Korpa
Veiði hefst:01. júlí
Veiði lýkur:31. ágúst
Fjöldi stanga:Ein stöng
Veiðifyrirkomulag:Hálfur dagur, fyrir og eftir hádegi
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-21:00
Mæting, staður:Frjálst

Stangarverð í Efri Korpu

Félagsmenn fá 20% afslátt frá stangarverði
Ein stöng 1. júlí - 31. ágúst 10.000kr./stöng
Athugið!

Stangarverð er birt með fyrirvara um innsláttarvillur og breytingar.

Leiðsögn


Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur


Almennar

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók.

Sjá einnig almennar veiðireglur SVFR

LaxTímabil: 01.07 - 31.08
Leyfilegt agn: Fluga
Öllum fiski sleppt.