Kvennanefnd SVFR var stofnuð árið 2013 til að skapa vettvang fyrir veiðikonur, efla tengslanetið og vera sýnilegt hvatningarafl fyrir konur í veiði – bæði reyndar og óreyndar.
Við bjóðum upp á opin hús yfir vetrartímann, með fræðslu og gestum sem deila sinni reynslu, ásamt kastæfingum á vorin. Hápunktar starfsins eru árlegar veiðiferðir.
Með félagsstarfinu leggjum við áherslu á að valdefla og styrkja konur í veiði, og eru allar veiðikonur ávallt velkomnar á viðburði okkar.
Hægt er að fylgjast með Kvennanefnd SVFR á samfélagsmiðlum þar sem viðburðir og fréttir af starfinu eru kynnt.
Nefndarkonur 2025–2026:
- Elín Ingólfsdóttir
- Efemía Hrönn Björgvinsdóttir
- Rún Knútsdóttir
- Þóra Sigrún Hjaltadóttir