Frá 16 þús

Korpa – Úlfarsá

Úlfarsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Áin er um 7 km löng og rennur í bugðum og sveigjum til vesturs og fellur til sjávar í Blikastaðakró. Við Vesturlandsveg skiptir áin stundum um nafn og heitir þar fyrir neðan Korpúlfsstaðaá eða Korpa. Úlfarsá er yfirleitt 10-20 metra breið, tær og ekki straumþung. Mikil vinna hefur farið í að laga til og búa til veiðistaði. Þessar lagfæringar á ánni hafa gert hana enn aðgengilegri til fluguveiða. Kvóti er þrír laxar á dag á hverja dagsstöng. Áin er algjörlega sjálfbær og engar seiðasleppingar fara þar fram.. Skylt er að taka hreistursýni af hverjum veiddum fiski sé þess óskað af veiðiverði. Áin gaf 236 laxa og 24 silunga 2018, en teljarinn í ánni taldi 591 lax, en þess má geta að teljarinn er töluvert ofarlega í ánni.

Höfuðborgarsvæðið
Veiðitímabil: 27.06 - 24.09
Veiðitími er 07 - 13 og 15 - 21
Stangir: 2
Agn: fluga og maðkur
Kvóti: 3 laxar á dag
Hús, engin gisting
Bóka núna

Gisting

Engin gisting.

Tímabil

Frá 27. júní til 24. september.

Veiðin

Lax, 2 stangir, fluga og maðkur. Kvóti er þrír laxar á dag.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Korpa / Úlfarsá

Veiðisvæðin - veiðin

Sumarið 2020 veiddust 189 laxar á tvær stangir, það er undir meðalveiði síðustu ára en telst samt með sem góð veiði. Einnig gengur mikið af sjóbirtingi upp ánna og getur hann verið mjög vænn. Í Stíflunni er myndavélateljari og er skemmtilegt að fylgjast með fiskunum sem um hann ganga.

Í Korpu er leyft að veiða á flugu og maðk, neðri hluti árinnar hentar afar vel til maðkveiða en fyrir ofan stíflu hentar ársvæðið fluguveiði mun betur.

Bestu veiðistaðirnir í Korpu eru Bliki, Stíflan, Sjávarfoss, Stokkar, Túnhylur og Þjófahylur, Aðgengi að veiðistöðum er mjög gott.