Vorveiðin í Elliðaánum hefst á morgun!

Vorveiðin í Elliðaánum hefst á morgun 1. Maí. Þá egna veiðimenn fyrir silung á efri parti Elliðaánna. Veiðisvæðið er frá Höfuðhyl sem er efsti veiðistaðurinn í ánum og niður í Hraun sem er spölkorn ofan við Vatnsveitubrúna. Veiðileyfi eru seld hálfan dag í senn, morgunvaktin er frá kl. 7 til 13 og síðdegisvaktin er frá 15 til 21.

Vorveiðin fer oft mjög líflega af stað og er efsti hlutinn venjulega gjöfulastur. Skipting er á efra veiðisvæðinu og miðast við 1,5 tíma á stöng og frjálst svæði frá Litla Foss niður að Hrauni.

Elliðaárnar eru í fínu vatni þessa dagana og hlýindin undanfarna daga auka mönnum bjartsýni. Það verður enginn svikinn af því að eyða dagsparti á bökkum Elliðaánna í vorblíðunni.

Vekjum athygli á lausum dögum í vefsölunni.

By Brynjar Hreggviðsson Fréttir