Útdráttur síðustu daga Andakílsár

Þau sex holl sem eftir voru til úthlutunar í Andakílsá hafa verið gefin út. Mikill fjöldi umsókna barst inn á borð SVFR og óskum við þeim sem fengu holl til hamingju með leyfið. Fyrir þá sem fengu ekki, þökkum við fyrir sýndan áhuga! Við hvetjum þá og aðra að kíkja á vefsölu okkar þar sem úrvalið er gott.

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi enda er stutt í sumarið!

By Brynjar Hreggviðsson