Frá 20 þús

Bíldsfell

Bíldsfellssvæðið er í huga margra einn samfelldur veiðistaður. Veiðilegir strengir, straumbrot og ólgur eru óteljandi og veiðimenn því ævinlega „rétt byrjaðir“ þegar veiðiferð lýkur. Sumarið 2011 var gott í Soginu en þá veiddust 750 laxar (að undanskyldu svæðinu við Syðri Brú) og þar af voru 405 laxar veiddir í Bíldsfelli. Metsumarið 2010 veiddust 480 laxar í Bíldsfelli.

Einnig er á svæðinu mikið af bleikju sem getur verið mjög stór. Margir veiðimenn heimsækja svæðið eingöngu til að gera út á bleikjuna. Bíldsfellsbreiðan er besti bleikjustaðurinn, þar liggur bleikjan oft við fæturna á veiðimönnum og étur það sem rótast upp.

Í Soginu máttu eiga von á 20 pundurum, það veiddust þrír slíkir sumarið 2011. Veiðihúsið við Bíldsfell hefur verið stækkað og nú fer enn betur um veiðimenn á þessu frábæra svæði.

Suðurland, Sog
Veiðitímabil: 25.06 - 18.09
Stangir: 3, seldar saman
Agn: Fluga
Kvóti: 1 á vakt
7 manns í sjálfsmennsku
Bóka núna

Gisting

Veiðihúsið er afar gott og þar er gisting fyrir 7 nmanns í sjálfsmennsku.

Tímabil

Frá 25. júní til 18. september

Veiðin

Urriði, 3 stangir, eingöngu fluga með flugustöng. Kvóti er einn fiskur á vakt.

Hentar

Byrjendum sem lengra komnum.

Bíldsfell

Veiðisvæðið - Veiðin

Veiðisvæði Bíldsfells er víðfemt og fiskar geta leynst víða. Það er ekki fyrir óvana að lesa í vatnið á svæðinu og á það sinn þátt í að skapa leyndardóma Bíldsfells. Þrátt fyrir að áin sé stór og breið þá er hægt að skipta henni upp og veiða hvert svæði eins og verið væri að veiða einn hyl í talsvert minni á. Það er hægt að vaða útí á einum stað, veiða sig niður einn „streng” og við endann á honum, taka nokkur skref aftur á bak og veiða niður næsta „streng”. Þannig er nánast hægt að segja að Bíldsfells svæðið sé einn samfelldur veiðistaður.

Vinsælir veiðistaðirnir eru Bíldsfellsbreiðan, Efri-Garður, Neðri-Garður, Tóftin og Víkurhorn. Mikilvægt er að byrja að veiða áður en vaðið er út í því fiskurinn liggur gjarnan nær en mann grunar.

Það er algengur misskilningur að stórar og þungar flugur gefa best í Soginu, laxinn kemur oft í yfirborðstökur og er Sunray afar öflug fluga. Fleiri vinsælar flugur eru Black Braham, Frances, Green Butt, Haugur, Iða, Silver Sheep og Undertaker.

Víða hentar vel að vera með tvíhendur en það er engan veginn nauðsynlegt og víða eru einhendur besta veiðitækið.

Gagnlegar upplýsingar

Bíldsfell lax 
Veiði hefst:25. júní
Veiði lýkur:18. september
Fjöldi stanga:3 - seldar saman
Veiðifyrirkomulag:Tveggja (2) daga holl frá hádegi til hádegis
Veiðitími I25.06-13.08
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:16:00-22:00
Veiðitími II14.08 - 18.09
Morgunvakt:07:00-13:00
Eftirmiðdagsvakt:15:00-21:00
Mæting, staður:Veiðihús
Mæting, tími:klukkustund fyrir vakt
Vinsælar flugur:Frances, Sunray, Haugur, Silver Sheep, Green Butt,

Leiðsögn

Leiðsögumenn SVFR eru veiðimenn með mikla og langa veiðireynslu og eru valdir af kostgæfni. Með leiðsögn verður veiðin markvissari, tíminn nýtist betur, og oftar en ekki ánægjulegri. Leiðsögumenn okkar upplýsa veiðimenn um bestu veiðistaðina í ánni, búnaðinn og veiðitækni.

  Markvissari veiði

  Fagleg ráðgjöf

Veiðireglur

Vinsamlegast kynnið ykkur veiðireglurnar og virðið þær. Brot á veiðireglum varða fyrirvaralausum brottrekstri úr ánni, upptöku afla og veiðafæra ásamt öðrum viðurlögum eftir því sem við á.

Gangið vel um veiðisvæðið, valdið ekki jarðraski og hirðið allt rusl. Sýnið náttúrunni virðingu og keyrið ekki utanvega. Allan afla ber að skrá í veiðibók.

Sjáið einnig almennar veiðireglur SVFR

Veitt er á þrjár stangir allt tímabilið. Þar sem stangirnar þrjár eru aðeins seldar saman skipta viðimenn sjálfir með sér veiðisvæðinu. Svæðið er stórt og áin afar vatnsmikið, því er gott að fara vel yfir svæðið og prófa sem flesta staði.

LaxTímabil: 25.06 - 18.09
Leyfilegt agn: Fluga
Eingöngu leyfilegt að veiða með flugustöng.
Kvóti: 1 lax á vakt undir 70 cm
Öllum fiski 70 cm og yfir skal sleppt.