Gleðilega páska!

Með hækkandi sól og hlýnandi veðri er óhætt að segja að það lifni yfir öllum en það er jú fátt sem gleður landann jafn mikið og sú gula þegar hún mætir á svæðið. Fátt segjum við því framundan er kærkomið páskafrí sem ætti að auka enn frekar á gleðina og þá eru ótaldir nokkrir góðir frídagar til viðbótar á komandi vikum.

Á neðangreindum dögum verður skrifstofa SVFR lokuð en við minnum á að hægt er að hafa samband á [email protected] og í gegnum facebooksíðu okkar.

Apríl
14. apríl – Skírdagur
15. apríl – Föstudagurinn langi
18. apríl – Annar í páskum
21. apríl – Sumardagurinn fyrsti

Maí
26. maí – Uppstigningardagur

Júní
6. júní – Annar í Hvítasunnu
17. júní – Þjóðhátíðardagur Íslendinga

Stangaveiðifélag Reykjavíkur sendir félagsmönnum og fjölskyldum þeirra sínar bestu páskakveðjur með von um notalegar samverustundir yfir hátíðarnar.

By SVFR ritstjórn Fréttir