15 laxa dagur í Elliðaánum

Elliðaárnar eru líflegar þessa dagana, það eru næstum því 750 laxar búnir að ganga upp teljarann og veiðin er eftir því. Síðasta laugardag veiddust 15 laxar og fiskurinn er vel dreifður um svæðið og er laxar farnir að veiðast í Höfuðhyl sem er efsti veiðistaðurinn.

Þeir sem eiga leyfi í Elliðaánum í sumar ættu að byrja að raða flugum og bóna línur því það eru allar líkur á að það verði hörku veiði í sumar!